Saltkjöt og baunir
- 300 g gular baunir
- 2 l vatn
- 1 laukur
- 100 g beikon
- 1 tsk. tímían
- 1 lárviðarlauf
- nýmalaður pipar
- 1,5 kg saltkjöt
- 600 g gulrófur
- 300 g gulrætur
- 500 g kartöflur
Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af. Saxið laukinn og skerið beikonið í bita og setjið út í, ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b. klukkustund. Setjið 1-2 bita af saltkjöti út í en sjóðið hitt sér í potti. Sjóðið kjötið í u.þ.b. 1 klst. Afhýðið á meðan rófurnar og skerið í bita. Skafið eða afhýðið gulræturnar og skerið þær í bita. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita ef þær eru stórar. Setjið grænmetið út í þegar u.þ.b. 25 mínútur eru eftir af suðutímanum og látið malla þar til það er meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk.
You must be logged in to post a comment.