Saltkjöt og baunir

  • 300 g gular baunir
  • 2 l vatn
  • 1 laukur
  • 100 g beikon
  • 1 tsk. tímían
  • 1 lárviðarlauf
  • nýmalaður pipar
  • 1,5 kg saltkjöt
  • 600 g gulrófur
  • 300 g gulrætur
  • 500 g kartöflur

Setjið baunirnar í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið að suðu og fleytið froðu ofan af. Saxið laukinn og skerið beikonið í bita og setjið út í, ásamt tímíani, lárviðarlaufi og pipar. Látið malla við fremur hægan hita í u.þ.b. klukkustund. Setjið 1-2 bita af saltkjöti út í en sjóðið hitt sér í potti. Sjóðið kjötið í u.þ.b. 1 klst. Afhýðið á meðan rófurnar og skerið í bita. Skafið eða afhýðið gulræturnar og skerið þær í bita. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita ef þær eru stórar. Setjið grænmetið út í þegar u.þ.b. 25 mínútur eru eftir af suðutímanum og látið malla þar til það er meyrt. Bætið við svolitlu vatni ef súpan er mjög þykk.