Ungversk gúllassúpa

  • 500 gr smátt saxaður laukur
  • 250 gr paprika (rauð eða græn)
  • 100 gr gróf saxaðar gulrætur
  • 2 l vatn
  • 1 kg gúllaskjöt
  • 50 gr tómatpurrée
  • 150 gr niðursuðoðinn tómat í bitum
  • 15 gr kúmen
  • 15 gr coriander
  • 2 stk smátt saxað hvítlauksrif
  • kjötkraftur
  • smjörbolla eða hveitijafningur

Kjötið er brúnað í potti, vatni hellt síðan yfir og soðið við vægan hita í ca. 1 ½ tíma. Laukurinn, paprikan, gulræturnar, tómatpurrée, kúmen, coriander og hvítlaukurinn er léttsteikt á pönnu við hægan hita og bætt útí pottinn. Allt sett saman, þykkt aðeins, bragðbætt eftir þörfum með kjötkrafti og síðan soðið í ½ tíma lengur.