Baunasúpa

Þessu er svolítið gamaldags.

  • 2 l.vatn
  • 1/2 kg. kjöt
  • 200 gr. baunir
  • 1 tesk. salt
  • 1/2 kg. jarðepli
  • 20 gr. laukur
  • 1/2 kg. rófur

Baunirnar eru þvegnar og lagðar í volgt vatn yfir nóttina. Baunirnar og vatnið, sem þær hafa legið í, er látið í pott, hitað og hrært er í, þar til sýður. Froðan er tekin vel ofan af. Bezt er, að kjötið sé vel feitt, og má nota hvort heldur er saltað kjöt eða nýtt. Sé það saltkjöt, er það afvatnað og baunirnar ekki saltaðar. Bezt er svínakjöt í baunir. Laukurinn er flysjaður og látinn út í í heilu lagi ásamt kjötinu. Soðið í 1 klst. Jarðeplin og rófurnar eru flysjaðar og látnar út í. Gott er að hafa hvítkál. Soðið í hálftíma. Kjötið tekið upp á fat, og rófum og jarðeplum raðað utan um. Saltað að vild.
Ath. Séu baunirnar mjög grófar, er gott að nudda þeim í gegnum gatasigti og hita þær aftur.
“Lærið að matbúa”