Skinkuhorn

  • 1 dl mjólk
  • 1 egg
  • 6 dl hveiti
  • 1œ msk þurrger
  • ½ tsk salt
  • ½ dl matarolía
  • 2 msk sykur
  • 1 dl heitt vatn


Búið til deig og látið lyfta sér í 20-30 mín.
Fletjið deigið út og leggið disk ofan á, skerið í kring um diskinn og skiptið síðan í 8 parta.
Setjið t.d. skinkusmyrju eða skinku og ost á hvert horn og rúllið upp frá breiðari endanum.
Setjið á plötu og bakið við 200° (við undir- og yfirhita) í 10-15 mín.