Marmarakaka

  • 250 g Hveiti
  • 250 g smjörlíki
  • 250 g sykur
  • 5 stk egg
  • 2 msk kakó
  • ½ tsk lyftiduft
  • Örlítið af möndludropum

Aðferð:
Hrærið smjörlíki og sykur vel saman. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Blandið hveitinu saman við deigið og skiptið deiginu upp í 3 hluta og blandið kakóinu og möndludropunum saman við einn þeirra. Setjið deigið í lögum í jólakökuform, fyrst hvítt, þá brúnt og að lokum hvítt. Takið oddhvassan hníf og dragið varlega bóstafinn S eftir mótinu endilöngu, við það myndast marmaramunstrið. Bakað við 170°C í ca 1 klst.