Fersk lime sósa
Hráefni
- 150 ml Sýrður rjómi, 18%
- 50 ml Ólífuolía
- 1-2 stk. Hvítlauksgeirar (má sleppa)
- salt og pipar
- 1 stk Lime börkur og safi
- 1tsk hunang (má sleppa)
- ½ stk. Chili (kjarnhreinsaður) má sleppa
- ½ búnt Ferskur kóríander má sleppa
Sósan er mjög fersk og passar með öllum grillmat ásamt skelfisk eða fiskréttum t.d. rækjkokteil
Aðferð
Þeytið saman ólífuolíu og sýrðum rjóma. Afhýðið og pressið hvítlauk og blandið saman við. Kryddið með salti, pipar, hunangi og lime-safa og fínt rifnum börk af lime. Sósunni má gefa asískan blæ með því að bæta við chili og ferskum kóríander.
You must be logged in to post a comment.