Sítrónukaka
- 125 gr möndlur
- 1 dl speltmjöl
- rifinn börkur af 2 sítrónum
- 1,5 dl strásæta
- 3 egg
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk kanill
- möndludropar
Saxið möndlurnar. Blandið rifna sítrónuberkinum saman við, speltinu og 1/3 af strásætunni. Þeytið vel saman eggjum og restinni af strásætunni, bætið út í lyftidufti, kanil og möndludropum. Setjið svo möndluhræruna út í og blandið vel. Bakist í smurðu formi á neðstu rim í ofni í ca 35 mínútur við 150°C. Hægt að bera fram með rjóma.
You must be logged in to post a comment.