Vínarbrauð
- 2 bollar hveiti
- 3 bollar haframjöl
- 4 msk. sykur
- 100 gr. smjörlíki
- 3 tsk. lyftiduft
- 1 egg
- mjólk eftir þörfum
- rabarbarasulta í fyllinguna
Egginu skipt í tvennt og helmingur settur til hliðar til að smyrja ofan á vínarbrauðin, hinn helmingurinn fer í deigið. Öllu (nema sultunni) hnoðað saman og mjólk bætt út í eftir þörfum þannig að deigið loði vel saman en sé meðfærilegt til að fletja út.
Deigið flatt út í um það bil 1/2 cm þykkt, um það bil 15-16 cm breitt (eftir hversu breið vínarbrauðin eiga að verða) og heldur styttri en breidd bökunarplatnanna. Rabarbarasultan smurð í miðjuna eftir endilöngu deiginu og deigið síðan brotið yfir eins og á vínarbrauðslengjum og sett á smurða plötu. Penslað að ofan með egginu og ef vill má strá (grófum) sykri yfir. Bakað við meðalhita, þar til fallega brúnt. Lengjurnar síðan skornar í hæfilega stór vínarbrauð.
You must be logged in to post a comment.