Skinkuhorn

  • ½ ltr súrmjólk
  • 30 g sykur
  • 1 msk ger
  • 50 g smjörlíki
  • 1–2 tsk salt
  • 900 g Kornax hveiti
  • 1 askja skinkumyrja


Súrmjólk velgd lítillega (t.d. 2 mínútur í örbylgjuofni) og sykur settur í út í mjólkina. Ger hrært við blönduna og látið standa í nokkrar mínútur og rest hnoðað saman við (skilja smá hveiti eftir). Látið hefast í ½ klst. Hnoða aftur (setja hveiti saman við) og skipta í fjóra hluta. Hver hluti flattur út í hring (u.þ.b. 12″–14″)
Skorið í 8 geira, setjið skinkumyrju á breiða enda hvers geira og rúllið upp. Látið hefast aftur í 20 mínútur. Penslið með t.d. eggi og mjólk
Bakað við 200°C í miðjum ofni í 7–9 mín.
[Frá Kornax]