Sjávarréttagratin

  • 150 gr rækjur
  • 150 gr humar
  • 300 gr smálúða
  • 200 gr ferskir sveppir
  • 1 búnt léttsoðin ferskur grænn spergill
  • 4 msk smjör
  • 4 msk hveiti
  • 2 ½ dl rjómi
  • 250 gr rifinn ostur
  • 1 stk eggjahvíta, stífþeytt
  • soðið af sperglinum
  • hvítur pipar og salt eftir smekk
  • paprikuduft.


Skerið lúðuna og spergilinn í u.þ.b. 2×2 cm bita. Bræðið smjörið í stórum potti yfir meðalhita og hrærið hveitinu saman við. Bakið upp með rjómanum og soðinu af sperglinum. Athugið að sósan á að vera mjög þykk. Kryddið með hvítum pipar og salti. Setjið allt fiskmetið ásamt sperglinum og sveppunum út í sósuna og hrærið öllu varlega saman. Takið pottinn af hitanum. Smyrjið stórt eldfast mót og hellið jafningnum í mótið. Stráið rifnum ostinum jafnt yfir og smyrjið svo þeyttri eggjahvítunni yfir ostinn. Stráið paprikudufti yfir.
Bakið réttinn í 200°C heitum ofni í 18-20 mín. Gott er að bera fram ristað brauð eða nýtt snittubrauð með réttinum.
[Af freisting]