Bakaður saltfiskur
- Saltfiskflök (ca. 700 g)
- 2 hvítlaukar skornir í sneiðar
- 1 msk. paprikuduft
- ólífuolía
Flökin útvötnuð í 3-4 daga. Fiskurinn skorinn í jafna bita. Bitunum velt upp úr hveiti. Brúnaðir á pönnu í ólífuolíu og settir í eldfast form.
Hvítlaukurinn gljáður í olíu á pönnu. Paprikunni stráð yfir. Hrært vel og hellt yfir fiskinn í forminu.
Bakað í ofni í 5-10 mínútur.
Meðlæti:
Tómatar og rauðlaukur skorið í sneiðar, sett í skál og olíu dreypt yfir.
Soðnar kartöflur og ólífur.
You must be logged in to post a comment.