Tælenskur kjúklingapottréttur
- 1/2 stk laukur
- 3 stk gulrætur
- 1/2 stk sætar kartöflur (teningar)
- 800 g úrbeinaðar kjúklingabringur
- 2 dl kókosmjólk
- 2 msk sweet chilli-sósa
- 1 msk soya sósa
- 2 tsk túrmerik
- 1 tsk broddkúmen
- cayennepipar
- ferskur kóriander (smátt saxaður)
- extra virgin olía til steikingar
- maldonsalt og nýmulinn pipar
Kjúklingabringurnar eru skornar í þunna strimla og steiktar á pönnu, kryddað með salti og pipar. Þær eru svo lagðar til hliðar á meðan sósan er löguð.
Smátt skorinn laukurinn, sætar kartöflur í teningum, ásamt gulrótum í teningum er svissað í olíu og kúrkúma kryddi, á pönnu þar til grænmetið er orðið meyrt. þá er kókosmjólkinni hellt saman við og látið ná suðu. Sósan er svo krydduð til með sweet chilli sósunni, tamari sósunni, broddkúmeni, cayennepipar og salti og pipar. Sósan þarf ekki að sjóða nema litla stund áður en kjúklingastrimlunum er blandað saman við en þá er rétturinn tilbúinn. Þegar rétturinn er borinn fram er nauðsynlegt að skreyta með ferskum nýrifnum kóriander. Bon appetit .
You must be logged in to post a comment.