kjúklingasalat m. melónu og valhnetum

  • 1/2 hunangsmelóna
  • 2 bollar grillaður kjúklingur
  • 1/2 bolli rauðlaukur, smátt saxaður
  • 1/3-1/2 bolli vinaigrette
  • 6 bollar blandað salat og baby spínat
  • 1/2 bolli valhnetur, gróft saxaðar


Skerið melónuna í bita og setjið í stóra skál. Blandið kjúklingi og lauk saman við. Dreypið vinaigrette yfir. Lokið skálinni og setjið í ísskáp í a.m.k. 15 mín. Bætið þá salati og valhnetum við, blandið vel og berið fram. Ef vill má setja meira vinaigrette saman við.
tilefni.is