Fiskur með appelsínu- og humarsósu

  • 800 gr ýsa
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk olía
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 dós sýrður rjómi 10%
  • ½ dl mjólk
  • 2 msk humarkraftur (Oscar)
  • Rifið hýði af ½ appelsínu
  • Fersk tímianlauf


Hreinsið fiskinn og skerið í meðalstór stykki og stráið salti yfir þau. Merjið hvítlaukinn og mýkið hann í olíunni. Bætið sýrða rjómanum, vatninu, humarkraftinum, appelsínuhýðinu og tímianlaufum á pönnuna. Sjóðið augnablik og hrærið í á meðan. Leggið síðan fiskstykkin á pönnuna og látið þau sjóða í sósunni þar til fiskurinn er orðinn hvítur í gegn. Passið að ofsjóða hann ekki.
Skreytið fiskstykkin með svolitlum rifnum appelsínuberki og stórum rækjum.