Appelsínusalat

  • 5 appelsínur
  • 1-2 mildir laukar eða blaðlaukur
  • koriander, ferskt
  • salt
  • pipar
  • olía


Takið börkinn utan af appelsínunum og skerið þær í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Blandið þessu saman í skál, hellið yfir olíu, sem hefur verið blönduð örlitlu salti og nýmuldum pipar. Skreytið með korianderblöðum.