Kjúklinga og baunasalat
- 300 g kjúklingakjöt
- 1 dl rauðar nýrnabaunir
- 1 dl hvítar baunir
- 1 ananas (ferskur)
- 1 búnt salat eftir smekk
- 1/2 búnt steinselja
- 1 rauðlaukur
- 1/2 dl hvítvínsedik
- 1 tsk natrímskert salt
- 1 tsk nýmalaður pipar
Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn í a.m.k 12 klst. (ath. hvora tegund fyrir sig.)
Hellið vatninu af baununum og sjóðið þær skv. leiðbeiningum á pakka (hvora tegund fyrir sig). Bætið örlitlu salti út í vatnið. Kælið.
Skerið soðið eða grillað kjúklinga- eða kalkúnakjötið í strimla. Afhýðið ananasinn og skerð í teninga.
Saltið og piprið hvítvínsedikið. Saxið rauðlaukinn smátt og hellið edikblðndunni yfir.
Skolið salatið og rífið niður í skál ásamt kjúklingastrimlum og ananas. Blandið kældum baununum saman við. Hellið rauðlauksedikinu og grófsaxaðri steinselju yfir.
Berið fram með grófu brauði.
isfugl.is
You must be logged in to post a comment.