Mexíkanskt lasagna

Uppskrift fyrir ca 4-5

  • 2-3 kjúklingabringur (má vera meira ef vill)
  • 1 stór rauð paprika
  • 1 stór græn paprika
  • 1 meðalstór rauðlaukur
  • 2 litlar krukkur salsa sósa (hvaða sósa sem er, algjörlega eftir smekk)
  • 1 dós Refried beans (Frá t.d. Mariachi eða Casa Fiesta)
  • 1 pakki tortilla kökur (8 af minni gerðinni)
  • 200 gr. rifinn ostur (eða eftir smekk)
  • 50 g Rjómaostur


Skerið niður grænmetið og kjúklingabringurnar í meðalstóra bita. Byrjið á að setja kjúklinginn á pönnu (helst stóra sem þolir allt hráefnið) og steikið hann í gegn. Bætið svo grænmetinu við og steikið þar til það er mjúkt. Þegar þetta er komið, setjið þá salsasósuna út á lækkið hitann um ca helming. Rjómaostinum er svo bætt við og þegar hann er bráðnaður samanvið er þetta tilbúið til að setja í eldfast mót.
Takið tortillakökurnar og smyrjið baununum á aðra hliðina á fjórum þeirra. Það þarf ekki að nota allar baunirnar frekar en vill. Takið svo eldfast mót þeim mun dýpra þeim mun betra og setjið eina tóma tortillaköku neðst og aðra með baunum ofan á. (Baunirnar snúa upp) Setjið svo 1/3 af blöndunni yfir og dreifið úr. Endurtaka þar til blandan er búin. Þá setjið þið síðustu tortillakökuna með baununum ofaná með baunirnar niður og svo að lokum síðustu tómu tortillakökuna ofaná. Dreifið svo rifna ostinum yfir og hendið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaðu