Blaut súkkulaðikaka
- 150gr sykur
- 275gr súkkulaði, 65-70% súkkulaði
- 175gr smjör, saltlaust
- dass vanilla
- 5 stk egg
- 40gr hveiti
það þarf að taka c.a 2 msk af sykrinum til að nota síðar, annars byrjum við að setja súkkulaði, restina af sykrinum og smjör í pott og setjum yfir lágan hita. Það þarf að hræra regglulega í svo ekki brenni við botninn, þegar sykurinn og smjörið er komið saman tökum við þetta af hitanum og bætum vanillu saman við. Við þurfum að aðskilja eggin, rauðurnar fara ein og ein útí súkkulaðiblönduna og það þarf að hræra vel í á milli. hveitið fer svo saman við. Svo er að stífþeyta eggjahvíturnar með 2msk af sykri og blanda þeim saman við með sleykju. Best er að baka kökuna í lausbotna formi sem er búið að fita vel og jafnvel að sykra lítilega við 160° í c.a 35 mín.
joifel.is
You must be logged in to post a comment.