Baileys ostakaka

Rakst á þessa afar girnilegu uppskrift í fréttablaðinu.

  • 1 pakki hafrakex
  • 150 g heslihnetur vel hakkaðar
  • 60 g brætt smjör
  • 1 msk. kakó
  • 1 msk. sykur
  • 1,5 dl rjómi

Öllu blandað saman í skál. Sett í lausbotna springform, 28 cm í þvermál. Kexblöndunni þjappað vel saman í formið.


Rjómaostahræra

  • 600 g hreinn rjómaostur
  • 170 g flórsykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2-3 msk. sítrónusafi
  • 2-3 dl Baileys
  • 7-8 blöð matarlím
  • ½ l rjómi

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Hrærið saman rjómaosti og flórsykri, bætið vanilludropum og sítrónudropum í. Kreistið vatnið af matarlíminu og setjið í skál ásamt Baileys-inu. Matarlímið og vínið hitað saman í örbylgjuofni í 1-2 mínútur eða þar til límið er bráðnað. Matarlímsblöndunni er blandað saman við ostablönduna, allt hrært saman, að síðustu er léttþeyttur rjóminn settur út í hræruna og blandað saman með sleif og hrærunni hellt yfir botninn. Kakan látin stífna vel í kæli í klukkustund.
Hjúpur

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 70 g sýrður rjómi

Saxið niður súkkulaðið og setjið í pott ásamt sýrða rjómanum , hitið við vægan hita og hrærið vel í á meðan, kælið lítillega og hellið svo yfir kökuna. Sett inn í frysti svo hægt sé að taka hana úr forminu.
Fréttablaðið – PDF