Hrísgrjónasalat
- 200 gr gular baunir (best að nota ferskan maísstöngul, sjóða hann og skera svo maísbaunirnar af. Ef ekki, notið þá niðursoðnar maísbaunir)
- 300 gr (fyrir suðu) hýðishrísgrjón (eða bygggrjón, á ensku: Pearl Barley)
- 1 meðalstór gul paprika, söxuð smátt
- 1 meðalstór rauð paprika, söxuð smátt
- 1 meðalstór græn paprika, söxuð smátt
- 380 gr tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt
- 60 gr radísur, saxaðar fínt
- 100 gr rauðlaukur, saxaður fínt
- 250 gr avacado, saxað fínt
- 80 ml límónusafi eða sítrónusafi
- 1 tsk ólífuolía
- 1/4 bolli fínt söxuð corianderlauf
Ef þið notið ferskan maís, sjóðið hann og skerið af honum maísbaunirnar. Blandið saman öllu innihaldinu og látið standa í ísskáp í amk 1 klukkutíma
Takið réttinn út um 30 mínútur áður en á að borða hann.
cafesigrun
You must be logged in to post a comment.