Krydd til að grafa villibráðina

Í tilefni þess að gæsaveiðitímabilið er hafið:

  • gróft salt til að hylja kjötið
  • 1 msk. ferskt timjan
  • 1 msk. fersk basilíka
  • 1 msk. ferskt óreganó
  • 1 msk. ferskt rósmarín
  • 1 tsk. sykur
  • 1 tsk. sinnepskorn
  • 5 svört piparkorn
  • 10 rósapiparkorn


Setjið allt kryddið sem á að fara á kjötið (nema saltið) í mortél og pressið vel niður og blandið vel saman.
Látið saltið liggja á kjötinu í um 3 klst. Skolið það svo af og veltið kjötinu upp úr kryddinu, látið kjötið liggja í um sólarhring. Sama krydd er notað á gæsina og hreindýrið.
Steikið kjötið mjög snöggt við háan hita, rétt til að fá meira bragð af kryddinu og kjötinu.
Skerið gæsina í þunnar sneiðar, setjið rifsberjasultu á brauðið ásamt salati. Setjið þrjár vænar sneiðar á brauðið og sultutopp ofan á.
joifel.is