Steikt gæs með kastaníuhn. og sveppum

  • 1 Gæs ( u.þ.b. 4 kg )
  • 30 g smjör, mjúkt
  • salt, pipar
  • 1 laukur, sneiddur
  • 1 gulrót, sneidd
  • 1.25 l vatn
  • 1 dós kastaníuhnetur ( má vera meira )
  • 15 g smjör
  • 1 kg sveppir, ferskir sneiddir

Kryddsmjör:

  • 125 g smjör
  • 2 karlottulaukar, saxaðir
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 2 msk söxuð steinselja


Hitið ofninn í 230°C.
Hreinsið fuglinn og takið allan innmat úr honum.
Bindið fuglinn upp. Smyrjið 30 g af smjöri yfir fuglinn. Stráið salti og pipar yfir.
Setjið fuglinn á grind í ofnskúffu, með bringuna upp. Steikið í 40 mín., þar til kominn er litur á fuglinn, penslið öðru hverju.
Lækkið hitann í 175°C. Steikið áfram og áætlið um 30 mín. á hvert kíló. Penslið öðru hveru og hellið fitunni í skál. Búið til soð á meðan fuglinn steikist. Brúnið innmatinn í potti,í 1 msk. af fitunni af fuglinum (úr ofnskúffunni) í potti, bætið lauk og gulrót.
Hellið vatninu yfir, saltið og piprið og látið malla í 1-1 1/2 klst., eða þar til vökvinn hefur minnkað um helming.
Sigtið soðið í pott.
Látið leka af kastaníuhnetunum og veltið þeim upp úr fitunni af fuglinum. Raðið hnetunum meðfram fuglinum þegar u.þ.b. 15-20 mín. eru eftir af steikingartímanum.
Bræðið 1 msk af smjöri og og látið sveppina þar í, saltið og piprið. Látið malla undir loki í 10-12 mín. takið þá lokið af og látið malla þar til vökvinn er svo til búinn.
Kryddsmjör:
Hrærið öllu saman sem í smjörið á að fara.
Setjið fuglinn á fat ásamt kastaníuhnetum, haldið heitu.
Sjóðið upp af skúffunni, veiðið fituna ofan af. Hellið í gegnum sigti út í soðið. Hitið, má þykkja sósuna ef vill.
Hitið sveppina og blandið þeim saman við kryddsmjörið.
Smakkið til. Skerið fuglinn og raðið á diska, ásamt kastaníuhnetum.
Berið fram með sveppum og sósu.
ostur.is