Ostakaka með romm og rúsínum
- 1 bolli hafrakexmylsna
- 3 msk sykur
- 5 msk smjör brætt
- 500 g rjómaostur
- 1/4 bolli sykur
- 1/4 bolli hveiti
- 2 stk egg
- 1/2 bolli sýrður rjómi 18%
- 3 msk romm
- 30 g smjör
- 1/4 bolli púðursykur
- 62 1/2 g hnetur saxaðar
- 1/4 bolli rúsínur
- 2 msk haframjöl
Hitið ofninn í 175 °C.
Setjið bökunarpappír í botninn á 24 sm. klemmuformi. Blandið samankexmylsnu, sykri og smjöri, og þrýstið í botninn á forminu. Hrærið rjómaostinn mjúkan með sykri og 2 msk af hveiti. Bætið eggjunum í einu í einu og hrærið vel í á milli. Brærið sýrðum rjóma og rommi saman við. Hellið yfir kexbotninn. Skerið saman smjör, hveiti og púðursykur. Blandið rúsínum, hnetum og haframjöli saman við. Dreifið yfir rjómaostahræruna. Bakið í u.þ.b. 50 mín. Kæliðkökuna í nokkrar klukkustundir áður en hún er tekinn úr forminu.
Ostur.is
You must be logged in to post a comment.