Waldorfsalat

  • ½ sellerírót, rifin á grófu rifjárni
  • 225gr græn epli, í passlega stórum bitum
  • 125gr vínber, skorin í 4 & steinhreinsuð
  • 25gr þurrristaðir valhneturkjarnar
  • 25gr þurrristaðir heslihnetukjarnar
  • 2 dl ab-mjólk
  • smá karri
  • smá sinnep
  • smá vorlaukur eða graslaukur
  • smá salt & ferskmalaður pipar


Hellið ab-mjólkinni í kaffifilter & látið leka af henni í ca 1 klst –þá verður hún þykk & góð blandið öllu grænmetinu saman í skál hrærið kryddið út í ab-mjólkina & hellið dressingunni yfir að lokum er hnetunum blandað saman við.
Grænn kostur