Frönsk súkkulaðikaka

  • 175 g smjör
  • 175 g súkkulaði, gott að nota 70% súkkulaði
  • 2 dl sykur (má rúmlega)
  • 3 eggjarauður
  • 50-100 g heslihnetur
  • 1dl hveiti
  • 1/2 tsk kaffiduft
  • 3 eggjahvítur


Bræða súkkulaðið og smjörið. Setja eggjarauður út í og hræra vel. Hnetur, kaffiduft og hveiti út í og síðast stífþeyttar eggjahvítur. Sett í form, bakað við 200°C í 1/2 klst, ekki baka of lengi. Brætt súkkulaði yfir. Borið fram með þeyttum rjóma.