Pasta Carbonara

  • 300 gr. pasta
  • 8 sneiðar beikon, steikt
  • 1 bolli saxaður vorlaukur
  • 150 gr. ferskir sveppir, sneiddir
  • 2/3 bolli Parmesan
  • 3 egg, við stofuhita
  • 2/3 bolli rjómi, við stofuhita
  • 2 tsk. steinselja
  • salt og pipar eftir smekk


Steikið beikon, sveppi og vorlauk (ekki þörf á að nota olíu þar sem beikonið ætti að sjá um það). Hrærið egg með písk og bætið rjóma, parmesan og steinselju við.
Sjóðið pastað og setjið á pönnuna með beikoninu, sveppunum og vorlauknum. Hrærið saman.
Blandið öllu saman í skál og berið fram.
Gott að hafa rifinn parmesan með til að strá yfir.