Reyktar kalkúnabringur með pasta
(fyrir 2)
Hráefni:
- 250 gr. tagliatelle pasta
- 125 gr. dolcelatte ostur
- 65 gr. reyktar kalkúnabringur
- 300 ml. mjólk
- 20 gr. smjör
- 20 gr. hveiti
- Salt og pipar
- Brauðmylsna
- Fersk steinselja
Bræðið smjörið á pönnu, bætið hveitinu smátt og smátt út í og látið krauma í 1 mínútu.
Bætið mjólkinni út í smám saman og látið sjóða, hrærið stöðugt í 2 mínútur.
Skerið ostinn og kalkúninn í teninga og bætið í soppuna. Kryddið eftir smekk.
Látið malla þar til kalkúnninn er tilbúinn.
Sjóðið pastað og blandið við sósuna, skreytið með brauðmylsnu og steinselju.
You must be logged in to post a comment.