Böku-botn

  • 2 1/2 bolli hveiti
  • 1 bolli ósaltað smjör. Hafið kalt og skerið í teninga fyrir notkun.
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 3-6 msk ískalt vatn


1. Skerið smjörið í teninga og setjið í frysti í 15-20 mínútur.
2. Setjið hveiti, salt og sykur í matvinnsluvél og blandið smá. Bætið smjörinu í og ‘púlsið’ þar til blandan verður grófkornótt. Bætið ísköldu vatni við, aðeins 1 msk í einu og ‘púlsið’ á milli. Til að finna út hvenær degið er tilbúið, klípið í degið og ef það helst saman þá er það tilbúið. Ef það helst ekki saman þá þarf aðeins meira vatn.
3. Takið degið, skiptið í tvennt og hnoðið sitthvora kúluna. Varist að hnoða of mikið. Smá smjör á að sjást í deginu, það verður til þess að degið verður fallegra eftir bökun. Vefjið hvorn helming í plast og kælið í amk 1 klst.
4. Takið aðra kúluna úr ískápnum og látið standa við herbergishita í 5-10 mín. Fletjið út með kökukefli og látið hringinn verða um 30 cm. Varist að degið festist við borðið sem flatt er á með að nota meira hveiti. Leggið varlega í 20 cm bökudisk og þrýstið varlega meðfram botni og brúnum.
5. Hér er fyllingunni bæt í eða bakan er blindbökuð*
6. Fletjið út afganginn af deiginu eins og áður. Leggið varlega ofan á fyllinguna og klemmið endana vel saman. Klippið það sem stendur útfyrir. Skerið 4 rákir í lokið og bakið þar til heitt og gullið.
* Ef á að blindbaka er skrefi 6 sleppt þar til botninn hefur verið bakaður.
Við blindbökun er botninn fóðraður með smjörpappír og fyllt upp með þurrkuðum baunum, t.d. kjúklingabaunum, botninn bakaður eins og venjulega og fyllingin sett í eftir á.
Við blindbökun er lokið annað hvort bakað með fyllingunni eða því er sleppt.