Karamellu og pecanhnetu baka
- 22 cm bökubotn (uppskrift hér)
- 36 karamellur
- 1/2 bolli rjómi
- 3 1/2 bolli Pecan hnetur, skornar í helminga
- 2 tsk smjör
- 1 bolli dökkt súkkulaði spæni
- 2 msk rjómi
Blindbakið botninn (Sjá uppskrift og leiðbeiningar hér og kælið vel.
Setjið karamellur og 1/2 bolla af rjóma saman í pott og hitið á lágum hita þar til blandan verður mjúk og karamellurnar bráðnaðar. Hrærið oft.
Takið af hitanum, bætið hnetunum við, hrærið saman og hellið í botninn.
Bræðið smjörið og súkkulaðið saman á lágum hita og bætið svo 2 tsk rjóma við. Hrærið.
Ýrið þessu yfir hneturnar og kælið í 1 klst eða þar til stíft.
Berið fram með þeyttum rjóma.
You must be logged in to post a comment.