Grænmetis chilli

Góður réttur í skammdeginu (fyrir6)

  • 1 msk sólblómaolía
  • 1 stór laukur
  • 1 græn paprika (söxuð)
  • 4 hvítlauksrif (söxuð)
  • 2 jalapeño eða rautt chilli
  • 2 dósir svartar baunir (skolaðar)
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar (saxaðir)
  • 1 1/2 bolli vatn
  • 1 tsk chilli duft
  • 1 tsk kúmen (duft)
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli maískorn

Sýrður rjómi eða hrein jógúrt, ostur og steinselja til skrauts.


Steikið laukinn, hvítlaukinn, paprikuna og jalapeno (chili) í olíunni í nokkrar mínútur. Hrærið í á meðan.
Hrærið baununum, tómötunum, vatni, chillidufti, kúmeni og salti saman við. Hitið að suðu og lækkið svo hitann. Látið krauma í 30 mínútur með lokið á, hrærið af og til.
Blandið maískorninu út í og hitið að suðu. Lækkið aftur hitann og látið krauma í 5 mínútur án loks.
Setjið í skálar og skreytið með skeið af sýrðum rjóma, steinselju og rifnum osti.