Ratatouille

(fyrir 4-6)
Hráefni:

  • 6 hvítlauksgeirar
  • 5 sveppir
  • 1 zucchini
  • 5 greinar af steinselju
  • 4 greinar af basil
  • 1 meðalstór laukur
  • 1 dós niðursoðnir tómatar (diced)
  • 180 ml. kjúklingakraftur (tilbúinn)
  • 1 msk tómat purré
  • 1 græn paprika
  • 1 eggaldin (stórt)

Kjúklingakraft má auðveldlega búa til heima með að sjóða vatn og hræra kjúklingateningum út í (lesið leiðbeiningar á pakka upp á magn).
Best er að byrja á að skera eggaldinið í sneiðar og salta þær vel. Látið liggja með saltinu á í hálftíma, skolið saltið síðan af og þá ætti eggaldinið að vera fullkomið til neyslu.


Hreinsið allt grænmetið, takið laufin af basilinu og steinseljunni (hendið stönglunum).
Skerið paprikuna, eggaldinið og laukinn í teninga.
Skerið zucchinið eftir endilöng og skerið svo í bita.
Skerið sveppina í fjórðunga.
Saxið steinseljuna og basilið.
Saxið hvítlaukinn og laukinn.
Sigtið niðursoðnu tómatana.
Hitið ólívuolíu á miðlungshita (ólívuolía brennur auðveldlega, svo ekki má láta hana krauma á fullum styrk), bætið hvítlauknum út í og steikið í 1 mínútu.
Bætið þá lauknum útí líka og hrærið í þar til þeir fara að glærast.
Setjið 1 msk. tómatpurré út í laukinn og hrærið vel í.
Þegar purréið byrjar að dökkna og þykkna, skal setja kjúklingakraftinn út í.
Náið upp suðu og hrærið vel saman (skrapið botninn til að ná upp sem mestu af tómat purréinu, það á það til að brenna aðeins við botninn).
Bætið eggaldin, zucchini, papriku og sveppum við. Látið malla í 10 mínútur. Hrærið af og til.
Mikið af vökva kemur úr eggaldininu og þetta er vökvinn sem afgangurinn af grænmetinu á að sjóða í.
Bætið niðursoðnu tómötunum í. Eftir að þeir hafa fengið að hitna í svona 1-2 mínútur skal lækka hitann niður á 1
Hrærið söxuðu kryddjurtunum útí. Saltið og piprið eftir smekk.
Berið fram með baguette brauði.
Ratatouille er yfirleitt borðað heitt, en þessi réttur er alveg jafn góður kaldur.