Fiskur í kryddsósu

Hráefni:

  • 300 gr.þorskur eða ýsa
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1/2 paprika
  • 125 gr. brokkolí
  • 1/2 msk olía
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 fiskiteningur
  • 1 msk tómatkraftur
  • 1 tsk timian
  • 1 tsk oregano
  • 1/2 tsk rósmarín
  • salt og pipar


Hitið ofnin í 180°c. Skerið fiskinn, paprikuna og blaðlaukinn. Saxið hvítlaukinn og hitið í olíunni. Bætið blaðlauk, papriku og brokkolí saman við.
hellið vatni og hvítvíni (eða mysu) yfir og bætið fiskikraftinum út í.
Blandið tómatkraftinum og kryddinu við. Látið suðuna koma upp.
Þykkið með sósujafnara.
Setjið fiskinn í eldfast mót, kreistið sítrónusafa yfir og svo sósunni.
Bakið í 5-10 mínútur við 180°c og skreytið með fersku dilli.
Berið fram með brauði og hrísgrjónum.
Tekið af uppskriftir.is og breytt örlítið.