Fiskur m/kókos og basil

(fyrir 2)
Hráefni:

  • 225 gr. þorskur eða ýsa
  • 15 gr. spelti
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 msk curry paste
  • 1/2 msk fiskisósa
  • 125 ml. léttmjólk
  • 1 msk kókosflögur
  • 90 gr. kirsuberjatómatar
  • 10 blöð basil
  • 1/2 tsk kókosolía
  • Salt og pipar


Skerið fiskinn í meðalstóra bita. Setjið speltið í skál, kryddið með salti og pipar og veltið fiskinum upp úr.
Hitið fiskinn á pönnu með kókosolíunni.
Blandið saman hvítlauk, curry paste, fiskisósu, mjólk og kókosflögunum. Hellið yfir fiskinn og hitið að suðu.
Bætið tómötunum út í og látið krauma í 5 mínútur. Ekki ofhita.
Dreifið basilblöðunum yfir og hrærið það varlega að fiskurinn fari ekki í sundur.
Berið fram með hrísgrjónum.