Wellington nautalundir

(fyrir 2)
Hráefni:

  • 400 gr. Nautalund
  • 100 gr. smjördeig
  • 1 lítið egg

Duxelle:

  • Nokkrir sveppir
  • 40 gr. laukur
  • 1/2 búnt steinselja
  • 40 gr. smjör
  • 1 hvítlauksrif
  • Brauðrasp
  • Salt og pipar


Byrjið á að útbúa Duxelle:
Bræðið smjörið á pönnu, saxið sveppina, hvítlauk og lauk mjög fínt. Steikið í smjörinu. Bætið steinseljunni við, kryddið með salti og pipar. Þurrkið upp með brauðraspinu þannig að úr verið þykkur massi.
Bindið nautalundirnar upp með steikingagarni og brúnið vel á pönnu. Steikið svo í ofni á 200°c í 10 mínútur, kælið að lokum.
Þegar þær eru kaldar, takið bandið af og kryddið með salti og pipar.
Fletjið smjördegið út í hæfilega þykkt, smyrjið duxelle í miðju deigsins og setjið lundina ofan á. Smyrjið efri hluta lundarinnar einnig með duxelle og pakkið inn í smjördeigið.
Lokið samskeytunum með tilslegnu eggi.
Leggið á ofnplötu (smjörpappírsklædda) og bakið í 30-40 mínútur á 200°c.
Látið standa í nokkrar mínútur áður en skorið er.
Berið fram með Madeirasósu.