Stroganoff með núðlum

(fyrir 4)
Hráefni:

  • 700 gr. nautakjöts gúllas
  • salt og pipar
  • 3 msk smjör
  • 2 msk hveiti
  • 2 bollar nautakraftur
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1/4 bolli sýrður rjómi
  • 1 msk ólívuolía
  • 1/2 laukur, niðursneiddur
  • 1/3 bolli asíur (má sleppa)
  • 450 gr. eggjanúðlur
  • Söxuð steinselja (til skreytingar)


Skerið kjötið í bita (ef þið kaupið það ekki tilbúið í gúllas). Saltið og piprið.
Geymið inn í ísskáp á meðan annar undirbúningur fer fram.
Bræðið smjörið á pönnu og hrærið hveitinu smátt og smátt saman við. Hrærið nautakraftinum út í. Látið sjóða í 1 mínútu. Hrærið sinnepinu og sýrða rjómanum útí og látið krauma í 2-3 mínútur.
Takið af hitanum og kryddið með salti og pipar.
Takið aðra pönnu (eða pott). Bræðið 1 msk. smjör og 1 msk. ólívuólíu saman, steikið kjötið og laukinn saman í þessum potti. Ef þið notið súru gúrkurnar skal bæta þeim í þennan pott eftir að kjötið hefur steikst í 3-4 mínútur.
Sjóðið núðlurnar.
Setjið núðlurnar á disk, raðið smá kjöti yfir og hellið svo sósunni yfir allt saman.
Berið fram með góðu brauði.