Pönnusteiktur fiskur
Hráefni:
- Þorskur eða ýsa
- 100 gr. Spelti
- Salt og pipar
- 1 msk. Paprikukrydd
- 1 msk. Turmeric (má sleppa)
- 2 egg
- 1 dl. mjólk
Þessi réttur gæti ekki verið einfaldari.
Ég nota þorsk mikið meira en ýsuna (hún er svo þurr og bragðlítil) og er hann sérstaklega góður ef hann er steiktur eða í ofni.
Bitið fiskinn niður í hæfilega stóra bita. 1 flak fer oftast í 3 bita hjá mér (styrtla, miðja og hnakki) en ef flakið er mjög stórt er gott að hafa stykkin fjögur.
Blandið saman speltinu, salt og pipar, paprikukryddi og turmeric (Turmericið er aðallega fyrir litinn, það má sleppa því).
Sláið eggin og mjólkina saman.
Veltið fiskinum uppúr egginu og dýfið svo í speltið.
Steikið á pönnu með kókosolíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið (2 mín ættu að vera nóg fyrir venjulega þykk stykki).
Berið fram með kartöflum, remúlaði og bræddu smjöri.
You must be logged in to post a comment.