Grjónagrautur

(fyrir 2-3)
Hráefni:

  • 1 bolli hrísgrjón
  • 1 bolli vatn
  • 1 tsk. salt
  • 1 lítri mjólk
  • 1 bolli rúsínur

Allir ættu að kunna að gera grjónagraut, en ég veit að svo er ekki. Svo hér er uppskriftin af þessum góða og einfalda rétt.


Sjóðið grjónin í 5 mínútur við lágan hita, setjið svo 1 lítra af mjólk út í smám saman.
Hrærið nokkuð reglulega í 30-40 mínútur eða þar til grauturinn er þykkur og góður.
Það má sleppa rúsínunum, en mér finnast þær ómissandi.
Berið fram með kanilsykri (1 dl. hvítur sykur og 1 msk kanill hrist saman) og slátri.