Suður Afrískur lambapottréttur
(fyrir 2)
Hráefni:
- 1/2 kg. súpukjöt
- 1 stk laukur
- 1/2 chilli
- 1 1/5 msk olía
- Salt og pipar
- 1/2 msk hrásykur
- 125 ml. vatn
- 350 gr. sætar kartöflur
- 1 rauð paprika
- 1 biti engifer
- 1 tsk. garam masala
Fituhreinsið kjötið, skiptið því í minni bita og fjarlægið beinin.
Skerið laukinn í bita. Fræhreinsið chillíið og saxið það smátt.
Hitið olíuna í potti og látið laukinn krauma í henni við meðalhita í 6-8 mínútur eða þar til hann er meyr.
Hækkið þá hitann, setjið kjötið í pottinn og látið krauma þar til það hefur tekið lit. Hrærið til að brúna allar hliðar.
Bætið chillíinu saman við, hrærið salti, pipar og sykri útí.
Hellið vatninu útí og látið malla undir loki í 1 klst.
Fræhreinsið paprikurnar og flysjið sætu kartöflurnar og skerið hvort tveggja í bita. Bætið út í pottinn ásamt engifer (um 1 sentimetri er nóg) og látið malla í annan hálftíma eða þar til kartöflurnar eru meyrar.
Hrærið þá garam masala saman við og berið fram með kúskús.
You must be logged in to post a comment.