Nautagúllas a la Chinata

  • 1 msk. olía
  • 1 laukur, skorinn smátt
  • 5 hvítlauksrif, skorin smátt
  • 8 sveppir, skornir í sneiðar
  • 2 sætar kartöflur, skornar í teninga
  • 750 g nautagúllas
  • 1œ tsk. bitter sweet La Chinata paprika
  • 1 tsk. timjan
  • 2 tsk. oregano
  • 1 tsk. basilíka
  • 1 tsk. rósmarín
  • ½ tsk. kummin (cumin)
  • Cayenne pipar að smekk
  • 400 ml nautasoð
  • 400 g dós niðursoðnir tómatar
  • 100 ml rauðvín
  • salt og pipar

Hitið olíu á djúpri pönnu og steikið, lauk og hvítlauk í 5 mín. Bætið sveppum út í og steikið áfram þar til þeir hafa brúnast. Bætið sætum kartöflum saman við, hrærið í og steikið í 1-2 mín. Takið af pönnunni og setjið til hliðar í skál. Steikið nautagúllasið á pönnunni án frekari olíu ef hægt er en annars með eins lítilli olíu og þið komist af með. Þegar kjötið hefur brúnast á öllum hliðum er grænmetinu bætt saman við ásamt kryddinu, soðinu, tómötunum og rauðvíninu. Látið suðu koma upp, lækkið hitann og látið malla í a.m.k. eina klst. Kryddið að smekk með salti og pipar.
Berið fram með kartöflustöppu eða soðnum kartöflum.
Fyrir 4


Í þessa uppskrift er notuð reykt paprika frá fyrirtækinu la Chinata á Spáni en hún er nýtt krydd á markaði hér á Íslandi. Margir hafa kynnst hinu sérstaka bragði reyktu paprikunnar í útlöndum og komið heim með dósir sem þeir hafa síðan lúrt á eins og ormar á gulli. Núna eru breyttir tímar og reyktaLa chinata paprikan fæst í þremur gerðum í Kokku og Melabúðinni í Reykjavík og hjá Pottum og priki, Friðriki V og Samkaupum-Úrvali í Hrísalundi á Akureyri. Auk þess er paprikan seld í vefverslun á vefnum www.altunga.is.