Kjúklingur í karmellusósu.

4-5 kjúklingabringur skornar í tvennt, kryddaðar með kjúklingakryddi og lokaðar á pönnu – smá vatn sett út í, lok yfir og soðið í ca. 10 mín.
1 pk sveppir, gróft skornir og steiktir á pönnu.
Bringurnar settar í eldfast fat, sveppirnir yfir og síðan sósan yfir allt og sett í ofn í ca 30-40 mín við 190 – 200 °C Gera má ráð fyrir 1 bringu á mann og e.t.v. meira ef um matargöt er að ræða – því þetta er mikið lostæti.
Sósan: (allt soðið saman í potti við vægan hita)

  • 1 pk matreiðslurjómi
  • 1/3 flaska Barbeque-Sósa (Brown Sugar)
  • 1 dós smurostur m/sólþurrkuðum tómötum
  • 4 msk púðusykur
  • 4 msk soya-sósa
  • sósujafnari til að þykkja


Borið fram með:
2 sætar kartöflur stórar – afhýddar og skornar í frekar þykka báta
3 bökunarkartöflur skornar í báta (ekki afhýða)
1 rauðlaukur skorinn gróft
Smá olía yfir (nú eða hvítvín ef þið eruð ekki búin úr
flöskunni)
Gróft salt og pipar
Bakað í ofni við 200 °C í 40-50 mín.
Fékk þessa senda einhverntíman í email.