Fiskibollur Rögga
- 1500 gr fiskur (þorskur er bestur)
- 1 meðalstór laukur
- 1-2 egg
- 3-5 dl mjólk
- 3 kúfaðar msk hveiti
- 3 kúfaðar msk kartöflumjöl
- Salt og hvítur pipar (ég set hálfa msk af hvoru, en best er að gera þetta eftir smekk)
Góð tilbreyting við fiskibollurnar er að bæta 2-3 bollum af hökkuðum osti í 1500 gr. af fiski.
Ostabollurnar eru sjúklega góðar.
Ef fiskurinn er frosinn skal halda vökvanum sem rennur af til hliðar og nota hann með mjólkinni síðar í uppskriftinni.
Fiskur og laukur er hakkað saman (gott er að skera laukinn í nokkra geira og láta með fiskinum í hakkavélina).
Eggin eru sett í hakkið (eitt egg ef það er stórt, annars tvö) og hrært mjög vel saman á hægum snúningi.
3-5 dl mjólk (og fiskisafa) blandað við hægt og rólega. Salt og pipar sett út í.
Hakkið á að vera þykkur massi eftir að kryddinu er bætt út í, því þarf að fara varlega í mjólkina.
Hveitinu og kartöflumjölinu bætt saman við og hrært rosalega vel.
Með matskeið eru myndaðar bollur og steiktar mjög vel, kældar og frystar.
Úr þessari uppskrift fást ca. 120 bollur.
You must be logged in to post a comment.