Sinnepssósa

  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ laukur
  • 1 stk. lárviðarlauf
  • 1 stk. kvistur ferskt rósmarín
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 2 dl. Rjómi
  • ½ flaska Portvínssoð
  • 2 msk. kalt íslenskt smjör
  • ½ tsk. grófur svartur pipar


Laukurinn er skorinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar og svissaður rólega í olíu. Sinnepi og kryddi er bætt útí, og því næst Portvínssoði og soðið niður um ca. 1/3 Rjóminn er settur útí, og látið sjóða í nokkrar mínútur. Loks er kalt smörið skorið í teninga og handþeytt útí sósuna og smakkað til með salti og pipar eftir smekk.