Pizza
- 2 ½ dl vatn
- 30 gr pressuger eða 1 msk þurrger
- 2 msk matarolía
- 6 dl hveiti
- 1 tsk salt
Þegar pressuger er notað skal það hrært út í volgu vatni (37°C) annars stráið þurrgerinu yfir vökvann og látið bíða í nokkrar mín. Hrærið matarolíu, hveiti og salti saman við og hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og gljáandi. Fletjið deigið út á bökunarplötu í eina stóra eða átta litlar kökur, jafnið tómatsósunni yfir og setjið fyllingu á ásamt osti. Látið pizzuna lyfta sér í 10-15 mín, bakið við 200°C í 15-20 mín.
Pizzu sósa
- 1 lítil dós tómatpurre
- 1 msk oregano
- 1 msk timian
- 1 msk basil
- 1 msk merjam
- 1 tsk sykur
- 2-3 msk vatn
Hitið og hrærið saman. Látið kólna áður en þessu er smurt yfir deigið.
You must be logged in to post a comment.