Súkkulaðikaka með engifer

  • 200 gr. 56% súkkulaði
  • 125 gr. smjör
  • 125 gr. sykur
  • 4 egg
  • 25 gr. hveiti
  • 100 gr. möndlur


Hrærið vel saman smjör og sykur og síðan eggjarauðunum saman við, einni í einu. Malið möndlurnar smátt og blandið hveitinu saman við þær. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði, látið rjúka, setjið það síðan út í smjörhræruna og síðan hveitiblönduna. Blandið eggjahvítunum varlega saman við að síðustu. Bakið kökuna í vel smurðu móti u.þ.b. 22 sm á kant eða í þvermál við 175°C í 40-50 mín.
Saxið smátt 1 msk af niðursoðnum engifer og blandið við 3 msk af apríkósusultu. Þessu er svo smurt á kökuna og ofan á það kemur súkkulaðibráð sem er 100 gr. suðusúkkulaði brætt varlega og 1 msk smjör (smjörið sett þegar súkkulaðið er bráðnað).
er.is