Spelt döðlubrauð

  • 1 ½ bolli soðið vatn
  • 250 g döðlur
  • 1 msk grapeseed olía (Meridian)
  • ½ dl hlynsíróp (Vertmont Mable sirup)
  • 1 egg vistvænt
  • 250 g speltmjöl (Doves Farm)
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft (Biovita)
  • 2 tsk natron


Hitið vatnið að suðu og takið pottinn af hellunni. Skerið döðlurnar í tvennt og látið þær út í vatnið, ásamt olíunni og hlynsírópinu. Látið standa í 20 -30 mínútur.
Blandið þurrefnunum saman í hrærivélaskál. Hellið döðlublöndunni saman við þurrefnin og bætið egginu út í. Ekki hrærameira en nauðsyn krefur.
Setjið í stórt formköku-form. Bakið við 160°c á blæstri í 50-60 mínútur.
heilsa.is