Bláberjaostakaka
Botn
- 200 gr ósaltað smjör
- ½ pakki Homeblest súkkulaðikex
- ½ pakki Grahamskex
Fylling
- 1 peli rjómi
- 200 gr rjómaostur
- 1 lítil dós af bláberjaskyri
- ½ bolli flórsykur
Ofaná
- Bláberjagrautur eða bláberjasulta
Bræðið smjörið og myljið kexið út í. Hellið þessu í botninn á kringlóttu fati. Jafnið botninn út í allt fatið. Þeytið rjómann. Þeytið saman rjómaostinum, skyrinu og flórsykrinum. Þeytið þar til blandan er kekkjalaus. Hrærið þá rjómanum varlega út í. Hellið blöndunni yfir kexið og smyrjið blöndunni varlega yfir það. Að lokum er bláberjagrautnum/-sultunni hellt yfir kökuna. Ekki láta mjög þykkt lag.
Kælið í tvo tíma áður en kakan er borin fram.
You must be logged in to post a comment.