Agadir kjúklingur

fyrir 4-6

  • 2 kjúklingar (12-20 bitar)
  • 1/2 bolli rauðvínsedik
  • 1/2 bolli Oregano
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 1/2 bolli vín e. smekk (má sleppa)
  • 250 ml græn ólífuolía
  • 250 gr steinlausar sveskjur
  • 1 dós grænar ólífur (safi líka)
  • 1 dós kapers (safi líka)
  • 10-12 hvítlauksrif (skera í þrennt)

Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur. Namminamm…
Ég hef ekki haft tækifæri til að elda þetta sjálfur, en þetta var boðið uppá í vinnuni þar sem starfsmenn fá stundum að vera gestakokkar. En svona er farið að:
Blandið saman vökvanum í poka eða steikarpott. Hrærið púðursykrinum og oregano saman við. Bætið ólífum, sveskjum, kapers og hvítlauk út í. Hrærið aðeins í og setjið kjúklinginn í löginn
Látið marinerast í kæli í a.m.k. 6 klst. Bakið við 200° í mest 1 klst.
Borið fram með góðu rauðvíni og grófu brauði (t.d. ólífubrauði).