Einfaldur gæsapottréttur
Fyrir eins marga og þörf er á
- Gæsabringur og læri
- Sveppir
- Gulrætur
- Bjór
- Salt
- Svartur pipar
- Hveiti (eða sósujafnari)
Bringurnar og lærin eru skorin í litla bita (gúllas) og brúnuð á pönnu (gott að nota smjör).
Síðan þarf að sjóða þetta í dágóða stund, þar til þetta er orðið hæfilega meyrt. (1-2 tímar) En þó þarf að passa að mauksjóða ekki. Og gott að setja 1/4 – 1/2 bjór í suðuna.
Gulræturnar og sveppirnir eru skornir niður, og settir út í.
Því næst þarf að gera sósuna, og þykkja hana hæfilega með hveitinu.
Þetta er kryddað til með salti og svörtum pipar eftir smekk.
You must be logged in to post a comment.