Gráðostafylltar grískótilettur

Einn af mínum uppáhalds…..

  • Grísakótilettur
  • Gráðostur
  • Egg
  • Hveiti
  • Salt og Pipar

Þetta er afar einfalt, en hrikalega gott.
Fyrst þarf að skera vasa í kótilettuna (gott að hafa þær nokkuð þykkar) og stinga gráðostinum í vasann.
Hræra eggin út og krydda að smekk, ég mæli einfaldlega með nýmuldum svörtum pipar og salti. því næst veltum við kótilettunum upp úr þessu, og síðan upp úr hveitinu.
Þetta er síðan bakað í ofninum við vægan hita, mig minnir að það sé c.a. 1-1/2 tími, og þetta er óóóóótrúlega gott og meyrt…