Hjörtu með rauðum chili og kókos

Fyrir 4 – 5

  • 900 g lambahjörtu (fituhreinsuð og skorin í bita)
  • 1 rauður laukur (saxaður smátt)
  • 1 hvítlauksgeiri (kraminn með hnífsblaði og saxaður)
  • 1 msk. ferskur engifer (rifinn)
  • 1 rauður chili (fræhreinsaður og skorinn í sneiðar)
  • 2 sellerístilkar (skornir í sneiðar)
  • 1 lárviðarlauf
  • 6-7 sveppir (skornir í sneiðar)
  • 3 msk. sojasósa
  • 2 dl eplasafi
  • 1 og 1/2 dl rjómi
  • 2 msk. fínt kókosmjöl

Þetta er ekki fyrsta uppskriftin sem ég tek upp úr fréttablaðinu. Og ekki spillir að þetta er einstaklega ódýrt og örugglega mjög gott.
Fituhreinsið hjörtun og skerið þau í frekar litla bita og steikið á pönnu í ca 3 mín. með lauknum og hvítlauknum. Setjið til hliðar. Steikið grænmetið, chili og engifer á pönnu í um 2 mín. Setjið þá hjörtun út í og steikið allt áfram. Bætið lárviðarlaufi, eplasafa og soyasósu út í og látið suðuna koma upp. Sjóðið kröftuglega í 2-3 mín. Lækkið þá hitann, setjið rjómann í og látið allt malla í ca 15-20 mín. Hrærið kókósmjölinu út í og látið malla með seinustu mínúturnar. Gott að bera fram með góðri kartöflumús, brauði og salati.